Tilkynningar

30. nóv. 2023 : Úrvinnsla drykkjarferna - úttekt

Úrvinnslusjóður leitaði nú í haust til ráðgjafafyrirtækisins Environice um úttekt á úrvinnslu drykkjarferna og er niðurstöður úttektar að finna í meðfylgjandi skýrslu. 

Helstu niðurstöður eru að núverandi fyrirkomulag sé formlega séð fullnægjandi við núverandi aðstæður en muni að öllum líkindum ekki uppfylla lagakröfur í náinni framtíð. Ferli flestra þeirra vinnsluaðila sem vinna drykkjarfernur frá Íslandi er of stutt til þess að trefjar vinnist að fullu úr fernum, þó ekki sé hægt að segja fyrir með vissu hversu mikið vinnist af trefjunum. 

Í skýrslu er að finna tillögur um úrbótaaðgerðir sem miða að því að betur verði unnið úr efni og að úrvinnsla uppfylli framtíðarkröfur. Úrvinnslusjóður er með tillögur til skoðunar. 

Uttekt-a-urvinnslu-drykkjarferna