Tilkynningar

08. jan. 2020 : Tilraunaverkefni Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs

Í desember fór af stað tilraunaverkefni á vegum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs sem fólst í því að setja sérstaka söfnunarkassa í sjö verslanir á landinu. Kassarnir eru hannaðir til að taka á móti litlum raftækjum, rafhlöðum og ljósaperum.

Markmiðið er að kanna hvort íbúar skili meira magni þegar söfnunin er í daglegu umhverfi þeirra ásamt því að koma þeim skilaboðum til íbúa að þessir hlutir eigi alls ekki heima í almennu rusli.

30. des. 2019 : 1. janúar 2020 taka gildi breytingar á úrvinnslugjaldi

Úrvinnslugjald kr/kg breytist hjá eftirtöldum vöruflokkum,  sem og úrvinnslu-gjald á ökutækjum sem fer úr 700 kr á ári í 1.800 kr.

01. apr. 2019 : Greiðslur vegna ökutækja

Endurgjald fyrir hvert ökutæki verður 6.300 kr í stað 3.500 kr við afskráningu ökutækis til úrvinnslu.

20. des. 2018 : Hærra endurgjald vegna endurvinnslu hjólbarða

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur ákveðið að hærra endurgjald vegna endurvinnslu hjólbarða gildi áfram í eitt ár