Breytingar á úrvinnslugjaldi
Breytingar á úrvinnslugjaldi - 1.janúar 2014
Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum var samþykkt frá Alþingi með lögum 140/2013 þann 27. desember 2013.
Breytingar til hækkunar á úrvinnslugjaldi á umbúðum úr plasti og heyrúlluplast, úr 12 kr/kg í 16 kr/kg. Breytingar á úrvinnslugjaldi á leysiefnum, annars vegar úr 15 kr/kg í 30 kr/kg, hins vegar úr 120 kr/kg í 170 kr/kg. Breytingar á úrvinnslugjaldi á olíumálningu, úr 35 kr/kg í 42 kr/kg. Breytingar á úrvinnslugjaldi á framköllunarvökvum úr 84-672 kr/kg í 150-1200 kr/kg.
Breytingar til lækkunar á úrvinnslugjaldi á blýsýrurafgeyma, fer úr 35 kr/kg í 20 kr/kg.
Hækkað skilagjald vegna úrsérgenginna ökutækja, úr kr 15.000 í kr 20.000 fyrir hvert ökutæki.
Hægt er að sjá álagt úrvinnslugjald nánar í skjali er ber heitið lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002 í heild sinni með viðaukum. Sjá má úrvinnslugjald fyrir hvern vöruflokk samkvæmt tollnúmeri í samtektarskjali.
Ef misræmi er á milli upphæðar úrvinnslugjalds eða textans á þessari síðu og laganna sem birt eru í Stjórnartíðindum þá eru það lögin sem gilda.