Stafrænt skilavottorð ökutækja

Rafrænt ferli á skilum og afskráningu ökutækja

22. mar. 2021

Ferlið við að skila ökutæki til úrvinnslu er nú orðið rafrænt og sjálfvirkt í stað þess að eigendur þurfi að fara milli staða og stofnana með pappírsgögn og númeraplötur. Rafrænt ferli á skilum og afskráningu ökutækja er eitt skref í áttina að umhverfisvænni stjórnsýslu, einföldun í viðskiptum og auknum áreiðanleika. Verkefnið var samstarfsverkefni Úrvinnslusjóðs, Stafræns Íslands, Samgöngustofu og Fjársýslu ríkisins. 

Nýja ferlið:  

  • Eigandi skila ökutæki til móttökustöðvar
  • Viðkomandi móttökustöð staðfestir móttöku ökutækisins
  • Ökutækið er sjálfkrafa afskráð hjá Samgöngustofu
  • Fjársýslan endurgreiðir skilagjald til eigenda

https://island.is/skilavottord

Enn er tekið á móti ökutækjum með eldra fyrirkomulagi og verður svo um nokkurn tíma, meðan unnið er að innleiðingu rafrænna skila.