Greiðslur vegna ökutækja

Hækkað endurgjald fyrir tæmingu vökva af ökutækjum

01. apr. 2019

Endurgjald fyrir hvert ökutæki verður 6.300 kr í stað 3.500 kr við afskráningu ökutækis til úrvinnslu.

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur samþykkt hækkað endurgjald fyrir meðhöndlun við tæmingu vökva og spilliefna af úrsérgengnum ökutækjum til þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs. Endurgjald fyrir hvert ökutæki verður 6.300 kr í stað 3.500 kr við afskráningu ökutækis til úrvinnslu. Breytingin tekur gildi frá og með 1. apríl 2019.  Skilagjald til síðasta skráðs eiganda ökutækis verður áfram 20.000 kr.