Tilraunaverkefni Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs

08. jan. 2020

Tilraunaverkefni í söfnun raftækja, rafhlaða og ljósapera í verslunum

Í desember 2019 fór af stað tilraunaverkefni á vegum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs sem fólst í því að setja sérstaka söfnunarkassa í sjö verslanir á landinu. Kassarnir eru hannaðir til að taka á móti litlum raftækjum, rafhlöðum og ljósaperum.

Markmiðið er að kanna hvort íbúar skili meira magni þegar söfnunin er í daglegu umhverfi þeirra ásamt því að koma þeim skilaboðum til íbúa að þessir hlutir eigi alls ekki heima í almennu rusli.

Nánar má lesa um verkefnið á vef Umhverfisstofnunar

https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/01/07/Sofnunarkassar-fyrir-raftaeki-i-verslanir/