Breytt endurgjald vegna hjólbarða
Hækkun endurgjalds vegna endurnýtingar á urðunarstað og tímabundin hækkun vegna endurvinnslu hjólbarða
Hækkun UE frá 1.6.2018 og hækkun EV frá 1.6.2018 til 31.12.2018
Stjórn Úrvinnslusjóðs ákvað á fundi þann 23. maí 2018 að hækka greiðslur vegna endurnýtingar á urðunarstað um 8 kr/kg, úr 42 kr/kg í 50 kr/kg. Breytingin tekur gildi 1. júní 2018.
Á sama fundi samþykkti stjórnin að hækka tímabundið endurgjald vegna hjólbarða sem fara í endurvinnslu um 16 kr/kg, úr 42 kr/kg í 58 kr/kg. Breytingin tekur gildi 1. júní 2018 og gildir til ársloka 2018.