Nýir skilmálar

Skilmálar Úrvinnslusjóðs um ráðstöfun úrvinnslugjalda

16. mar. 2023

1. apríl 2023 taka gildi nýir skilmálar Úrvinnslusjóðs um ráðstöfun úrvinnslugjalda

Úrvinnslusjóður annast umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds á grundvelli samninga við þjónustuaðila um úrvinnslu úrgangs.
Þeir aðilar sem annast úrvinnslu úrgangs á vegum sjóðsins gera það á grundvelli skilamála sem Úrvinnslusjóður gefur út.

Þann 10. mars 2023 samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs nýja samræmda skilmála um ráðstöfun úrvinnslugjalds. Við gildistöku nýju skilmálana þann 1. apríl 2023 falla úr gildi eldri skilmálar.

Í ákvæði til bráðabirgða í skilmálunum er gert ráð fyrir að samningar Úrvinnslusjóðs við þjónustuaðila sem gerðir voru á grundvelli eldri skilamála verði endurnýjaðir innan 90 daga frá gildistöku, þ.e. fyrir þann 1. júní n.k.

Úrvinnslusjóður mun senda öllum þjónustuaðilum sem eru með samning við sjóðinn tilkynningu um gildistöku nýrra skilmála. Stefnt er að því að halda kynningarfund á skilmálunum þann 4. apríl 2023.

Hér er hægt að nálgast skilmálana , umsóknareyðublað og form fyrir samning milli Úrvinnslujóðs og þjónustuaðila