Plastumbúðir - breytingar

29. okt. 2020

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur samþykkt verulegar breytingar á greiðslum vegna plastumbúða

Stjórn Úrvinnslusjóðs samþykkti á fundi þann 21. október 2020 eftirfarandi breytingar vegna plastumbúða

  1. Greiðsla vegna PLABPH, blandaðra plastumbúðum frá heimilum og samsvarandi heimilislegum umbúðum frá fyrirtækjum, verður tvískipt. Staðfestingar flokkunarstöðva munu greina á milli þessara tveggja flokka.
  2. Vegna efnislegrar endurvinnslu verður til ráðstöfunartegundin EF – endurvinnsla eftir flokkun. Endurgjald 130 kr/kg
  3. Vegna orkunýtingar verður til ráðstöfunartegundin OF – orkuvinnsla eftir flokkun. Endurgjald 35 kr/kg
  4. Plastfilmu verður skipt upp í tvo flokka með misháu endurgjaldi. Staðfesting ráðstöfunaraðila þarf til að greina það í sundur.
    1. Glær filma – PLAFIG EV – endurvinnsla. Endurgjald 9 kr/kg
    2. Lituð filma – PLAFIL EV – endurvinnsla. Endurgjald 35 kr/kg
  5. Ráðstöfunarleiðin OV – orkuvinnsla/nýting verður ekki til fyrir umbúðir nema mengaðar plastumbúðir PLASPI OV og heimilislegar plastumbúðir PLABPH OF

Breytingarnar taka gildi frá og með 1. október 2020.

Ný verðskrá vegna endurgjalds er á vef sjóðsins, www.urvinnslusjodur.is/fyrir-thjonustuadila/skilagreinar-og-verdskra