Magnús Jóhannesson nýr stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs

19. nóv. 2021

Magnús Jóhannesson, verkfræðingur, tekur við stjórnarformennsku í Úrvinnslusjóði af Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur 19. nóvember 2021.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar sjö manna stjórn Úrvinnslusjóðs skv. 16. gr. laga um úrvinnslugjald. Ráðherra skipar formann stjórnar og varamann hans án tilnefningar, en sex meðstjórnendur og jafnmargir til vara skulu skipaðir að fenginni tilnefningu frá eftirtöldum aðilum: Einn frá Samtökum iðnaðarins, einn frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, einn frá Félagi atvinnurekenda, einn frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og tveir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Magnús lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins en hann var ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins frá 1992 til 2012 og siglingamálastjóri frá 1984-1992. Um leið og Úrvinnslusjóður býður Magnús velkominn til starfa er Laufeyju Helgu þökkuð vel unnin störf í þágu sjóðsins.