Greiðslum fyrir nýtingu hjólbarða á urðunarstað er hætt.

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur samþykkt að hætta að greiða nýtingu hjólbarða á urðunarstað.

08. feb. 2022

Stjórn Úrvinnslusjóðs samþykkti á stjórnarfundi, haldinn 3. febrúar 2022, að hætta að greiða fyrir nýtingu hjólbarða á urðunarstað. Ákvörðunin tekur strax gildi. Á sama fundi var ákveðið að hækka endurgjald fyrir meðhöndlun hjólbarða er fara í endurvinnslu úr 64 kr/kg í 70 kr/kg.