Greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar 2023

Uppgjör ársins 2023

08. maí 2024

Eins og kunnugt er hefur uppgjöri ársins 2023 fyrir sérstaka söfnun ekki verið lokið að fullu. Örðugleikar í heimtu og úrvinnslu gagna frá þjónustuaðilum hafa tafið ferlið og enn er beðið endanlegra upplýsinga um söfnun ársins. Úrvinnslusjóður bindur greiðslur við það skilyrði að áreiðanleg gögn liggi fyrir, svo komist verði hjá leiðréttingum á greiðslum síðar.
Hið sama á við um afturvirka breytingu á greiðslum fyrir sérstaka söfnun sem ákveðin var á fundi stjórnar Úrvinnslusjóðs þann 24.02.2024. Hún verður ekki greidd afturvirkt fyrir 2023 fyrr en öll gögn vegna viðkomandi tímabils hafa borist sjóðnum.
Vonir standa til þess að rétt gögn berist sjóðnum innan tíðar svo ljúka megi uppgjöri ársins 2023.