Nýr framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs

22. sep. 2023

Sandra Brá Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá 1. október nk. Tuttugu og sjö umsækjendur voru um stöðuna. Þrír umsækjanda drógu umsókn sína til baka á ráðningartímabili. Valnefnd var stjórn Úrvinnslusjóðs til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

Sandra Brá lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Orkustofnun, sveitarstjóri Skaftárhrepps, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð og skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Víkurprjóni.