Álagning og ráðstöfun úrvinnslugjalda

Yfirlit yfir álagningu og ráðstöfun á árunum 2019 - 2022

09. jún. 2023

Úrvinnslusjóður birtir í ársskýrslum upplýsingar um álagningu úrvinnslugjalda eftir vöruflokkum. Úrvinnslusjóður birtir hér upplýsingar vegna áranna 2019 – 2022 sambærilegar við það sem birtist í ársskýrslum auk upplýsinga um ráðstöfun úrvinnslugjalda til einstakra þjónustuaðila eftir vöruflokkum. Úrvinnslusjóður hefur ekki áður birt upplýsingar um ráðstöfun til einstakra þjónustaðila, en setur þær hér fram með svipuðu sniði og þær birtust í skýrslu Ríkisendurskoðuðunar árið 2022

Hluti I sýnir álagningu úrvinnslugjalda í vöruflokkum. Heildarálagning ársins 2022 var 2.669 m.kr.

Hluti II sýnir ráðstöfun úrvinnslugjalda til einstakra þjónustuaðila bæði í heild og brotið niður eftir vöruflokkum. Heildar ráðstöfun ársins 2022 var 1.868 m.kr. Stærsti einstaki vöruflokkurinn er umbúðir úr pappír og pappa, sem m.a. hefur mikið verið til umfjöllunar undanfarið vegna ráðstöfunar á fernum. Vöruflokkurinn umbúðir úr pappír og pappa skiptist svo í umbúðir úr bylgjupappa og umbúðir úr sléttum pappa. Fernur eru flokkaðar sem umbúðir úr sléttum pappa ásamt t.d. umbúðum utan af kexi og morgunkorni og ýmis konar pappírsumbúðum. Heildarkostnaður við ráðstöfun umbúðaúrgangs úr pappír og pappa á árinu 2022 var 324,8 m.kr. sem samanstóð að mestu eða um 90% af bylgjupappa.