Hækkun endurgjalds í tveimur umbúðaflokkum

Hækkað endurgjald fyrir umbúðir úr bylgjupappa og blandaðar plastumbúðir frá heimilum o.fl.

11. apr. 2018

PAPBYL hækkun frá 1.4.2018 og PLABPH hækkun frá 1.3.2018

Stjórn Úrvinnslusjóðs ákvað á fundi þann 10. apríl 2018 að hækka endurgjald fyrir umbúðir úr bylgjupappa um 4 kr/kg, úr 11 kr/kg í 15 kr/kg. Breytingin tekur gildi 1. apríl 2018

Einnig hækkar endurgjald fyrir blandaðar heimilislegar plastumbúðir um 8 kr/kg. Úr 56 kr/kg í 64 kr/kg. Breytingin tekur gildi 1. mars 2018