Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt skýrslu starfshóps um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi.

Skýrsla starfshóps um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi.

01. des. 2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt skýrslu starfshóps um endurmat á kerfi framlengdrar framleiðendaábyrgðar hér á landi.
Eins og nafnið gefur til kynna felur framlengd framleiðendaábyrgð í sér framlengingu á hefðbundinni ábyrgð framleiðenda og innflytjenda á vörum sínum þegar notkunartíma þeirra er lokið. Úrvinnslusjóður fer að stærstum hluta með framkvæmd þessarar ábyrgðar hér á landi en hann hefur frá árinu 2002 séð um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds.

Skýrsla starfshóps, Hlutverk framleiðenda í hringrásarhagkerfi