Breytingar á flutningsjöfnun

12. júl. 2022

Flutningsjöfnun hefur verið endurskoðuð og greiðslur hækkaðar frá 1. júlí 2022


Flutningsjöfnun hefur verið endurskoðuð og greiðslur hækkaðar. Með breytingunni er gert ráð fyrir að heyrúlluplast sé flutt til Reykjavíkur. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2022.

Unnið er með öll póstnúmer landsins í stað þess að hafa einingaverð fyrir sum númer og nota það verð fyrir aðliggjandi póstnúmer. 

Sem fyrr er gerð krafa um að rétt póstnúmer sé gefið upp og það á einnig við um höfuðborgarsvæðið. Ef úrgangur er sóttur í Ármúla skal skrá póstnúmer 108 o.s.frv. Póstnúmer 100 er ekki viðurkennt lengur. 

Vegna framsals, uppruni T, skal nú nota póstnúmer þar sem úrgangurinn skiptir um eigendur. Vegna leiðréttinga, uppruni L, skal nota póstnúmer þar sem líklegast er að villan hafi myndast eða póstnúmer starfsstöðvar.

Sjá einingaverð fyrir alla vöruflokka HÉR