Tilkynning frá stjórn Úrvinnslusjóðs
Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur farið yfir og rætt upplýsingar um að úrgangsplast frá Íslandi sem þjónustuaðilar Úrvinnslusjóðs hafa sent til miðlara í Evrópu hafi verið sent til endurvinnslu í Malasíu. Stjórnin telur mikilvægt að fá nánari upplýsingar um í hve miklu magni umræddir flutningar hafa verið og hvernig endurvinnslu plastsins hefur verið háttað í Malasíu. Mikilvægt er einnig að fá upplýst að fyrirtækin sem tóku þar við plastinu hafi verið með starfsleyfi og undir eftirliti opinberra aðila. Mun Úrvinnslusjóður óska eftir upplýsingum um þessu atriði frá umræddu fyrirtæki. Það skal tekið fram að um mitt þetta ár tilkynnti umræddur miðlari Úrvinnslusjóði að hann væri kominn með endurvinnsluaðila fyrir heyrúlluplast í Evrópu.
Úrvinnslusjóður vinnur nú að því að endurskoða skilmála fyrir þjónustuaðila sjóðsins og væntanlegar kröfur til ráðstöfunaraðila til að tryggja í framtíðinni fullan rekjanleika úrgangs frá Íslandi.