Hjólbarðar

Úrvinnslugjald er lagt á hjólbarða sem fluttir eru til landsins hvort sem þeir eru nýir eða sólaðir, stakir eða hluti af ökutækjum. 

Úrvinnslugjaldið er notað til að greiða fyrir meðhöndlun hjólbarða, förgun eða endurnýtingu, eftir að notkun þeirra lýkur. 

Einstaklingar og fyrirtæki geta skilað hjólbörðum til móttöku- eða söfnunarstöðva sveitarfélaga án þess að greiða sérstakt gjald fyrir eyðingu eða förgun þeirra.

Úrvinnslugjaldið er ákveðin fjárhæð fyrir hvert kg af hjólbörðum sem fluttir eru inn.
Nánar um fjárhæðir í lögum um úrvinnslugjald 

Ef um innflutt ökutæki á hjólbörðum er að ræða er lagt gjald á ökutækið. Gjaldið er misjafnt eftir gerð ökutækis og þyngd hjólbarðanna.

Hvernig er úrvinnslu á hjólbörðum hagað?

Hægt er að skila hjólbörðum á gámastöðvar eða sorpmóttökur sveitarfélaganna. Úrvinnslusjóður gerir síðan samninga við fyrirtæki sem vilja taka að sér að safna saman hjólbörðum frá þessum stöðum og koma þeim til endurvinnslu eða endurnýtingar hjá þriðja aðila í samræmi við lög og reglur sem gilda um ráðstöfun notaðra hjólbarða. Helstu ráðstöfunarleiðir hjólbarða eru endurvinnsla í formi sólningar, endurvinnsla erlendis og brennsla með orkunýtingu.

Í skilmálum um endurnýtingu hjólbarða er fjallað um notkun hjólbarða sem byggingarefni á urðunarstöðum. Umhverfisstofnun hefur gefið út reglur/leiðbeiningar um slíka notkun. 

Til þess að endurgjald Úrvinnslusjóðs fáist greitt skal liggja fyrir samþykki Umhverfisstofnunar áður en framkvæmd hefst. Umhverfisstofnun setur skilyrði um fyrirliggjandi gögn og upplýsingar vegna slíks samþykkis.

Gögn fyrir þjónustu- og ráðstöfunaraðila


Skilmálar fyrir þjónustu- og ráðstöfunaraðila

Umsóknareyðublöð og samningsform

Greiðslur

Allar upplýsingar um greiðslur Úrvinnslusjóðs eru í skilagreinaformi. Nauðsynlegt er að sækja nýjasta skilagreinaformi áður en reikningur er gerður svo að verðskrá sé rétt.

Skilagreinar og verðskrá