Raftæki
Úrvinnslusjóður hefur það verkefni að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Sjóðnum ber einnig að ná tölulegum markmiðum um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu, söfnun og förgun raf- og rafeindarækjaúrgangs.
Til að standa undir kostnaði við skipulega söfnun og endurvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgangs er lagt sérstakt úrvinnslugjald skv. lögum.
Úrvinnslugjald er lagt á raf- og rafeindatæki við innflutning hjá Tollstjóra og við innlenda framleiðslu hjá Ríkisskattstjóra. Álagningin er ákvörðuð með tollnúmerum sem kveðið er um í viðauka í
lögum um úrvinnslugjald.
Úrvinnslusjóður hefur sett verklagsreglur og skilmála fyrir þá sem óska eftir því að vinna við meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs.