Sérstök söfnun

Nánari upplýsingar verða settar inn á næstunni

 

Greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar eru nú hafnar. Upplýsingar um greiðslur og skiptingu magns má finna hérSérstök söfnun.

 

Þetta viðmót er á þróunarstigi og allar ábendingar eru vel þegnar.

Sérstök söfnun er skilgreind sem söfnun þar sem úrgangsflokkum er haldið aðskildum eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun, svo sem undirbúning fyrir endurnotkun eða endurvinnslu.
Koma skal upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi þar sem það er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði þess að úrgangur sé endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt til að koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum.
Sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skal fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. Söfnunin skal fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Þó er heimilt að hafa sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir að því tilskildu að öll söfnun úrgangs færist af viðkomandi lóðum Sérstök söfnun á spilliefnum skal fara fram í nærumhverfi íbúa

Hér að neðan er aðgengilegt efni varðandi sérstaka söfnun

 

Úr erindi Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs um sérstaka söfnun:

Sérstök söfnun, greiðslufyrirkomulag og greiðslur til sveitarfélaga

Úrvinnslusjóður greiðir eingöngu fyrir þann hluta úrgangsins í söfnunartunnum og gámum sem  rekja má til vöruflokka sem bera úrvinnslugjald (umbúðir). 

Hér fyrir neðan er hlekkur á excel skjal þar sem hægt er að setja inn mismunandi forsendur (gjaldskrá Úrvinnslusjóðs) til að sjá hvað sjóðurinn greiðir fyrir sérstaka söfnun í kr./kg.
Reiknilíkan fyrir sérsöfnun umbúða hjá sveitarfélögum 2024

Reiknilíkan fyrir sérsöfnun umbúða hjá sveitarfélögum 2023

Upptaka frá ársfundi 2022 ásamt ávarpi stjórnarformanns og fyrirlestrum
Fjallað er um sérstaka söfnun á 1:29 (klukkutími og 29 mínútur)