Sérstök söfnun

20. júl. 2023

Greiðslur

Úrvinnslusjóður hefur greitt fyrstu greiðslur vegna sérstakrar söfnunar. Sveitarfélögum ætti nú að hafa borist greiðsla ásamt greiðsluyfirliti, sem sent var með tölvupósti á skráðan tengilið.

Upplýsingar um greiðslur má einnig nálgast á gagnvirku svæði sem finna má á eftirfarandi slóð á heimasíðu Úrvinnslusjóðs: https://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/#serstok-sofnun-1

Á svæðinu er í valglugga vinstra megin hægt að haka við tiltekið sveitarfélag, sé það gert birtast upplýsingar um söfnun sveitarfélagsins þegar ýtt er á hnappinn „ safnað magn“ sem er að finna vinstra megin á síðu fyrir neðan valglugga og upplýsingar um greiðslur þegar ýtt er á hnappinn „greiðslur og gjaldskrá“ sem einnig er vinstra megin neðan við valglugga.

Tengiliðir Úrvinnslusjóðs vegna söfnunar á víðavangi eru Daníel Gunnarsson og Íris Gunnarsdóttir og veita þau nánari upplýsingar ef þörf er á daniel@urvinnslusjodur.is og iris@urvinnslusjodur.is

Nokkur orð um sérstaka söfnun

Sérstök söfnun er skilgreind sem söfnun þar sem úrgangsflokkum er haldið aðskildum eftir tegund og eðli til að auðvelda tiltekna meðhöndlun, svo sem undirbúning fyrir endurnotkun eða endurvinnslu.

Koma skal upp sérstakri söfnun á heimilisúrgangi þar sem það er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði þess að úrgangur sé endurnýttur í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Jafnframt til að koma í veg fyrir að úrgangur blandist öðrum úrgangi eða öðrum efniviði með aðra eiginleika. Sérstök söfnun skal vera á a.m.k. eftirfarandi úrgangstegundum: pappír og pappa, málmum, plasti, gleri, lífúrgangi, textíl og spilliefnum.

Sérstök söfnun á pappír og pappa, plasti og lífúrgangi skal fara fram á sem aðgengilegastan hátt við íbúðarhús og hjá lögaðilum í þéttbýli. Söfnunin skal fara fram innan lóðar viðkomandi íbúðarhúss eða lögaðila. Þó er heimilt að hafa sameiginlega söfnun úrgangs fyrir aðliggjandi lóðir að því tilskildu að öll söfnun úrgangs færist af viðkomandi lóðum Sérstök söfnun á spilliefnum skal fara fram í nærumhverfi íbúa