Vinnsla persónuupplýsinga

Síðast uppfært 22. maí 2019

Umferð um vefsvæði Úrvinnslusjóðs er mæld með þjónustu Google Analytics. Mælingarnar og þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru nafnlausar og ekki tengdar t.d. IP tölum. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun á vefsvæðinu.

Þegar notandi sendir okkur fyrirspurn í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni. Eftir að fyrirspurn hefur borist okkur er þess gætt að einungis þeir starfsmenn okkar sem koma að því að svara fyrirspurnum hafi aðgang að upplýsingunum. Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er á vefþjóni staðsettum á Íslandi. Innsendum gögnum er sjálfkrafa eytt úr vefkerfinu eftir 180 daga og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna.