Kynningarfundur um breytingar á raf- og rafeindatækjaúrgangi

12. jan. 2015

Hinn 1. janúar sl. komu til framkvæmda breytingar á fyrirkomulagi og framkvæmd varðandi söfnun á raf- og rafeindaúrgangi á þá vegu að umsjón þessa málaflokks var flutt til Úrvinnslusjóðs. 

 Sem afleiðing þessa mun málaflokkur þessi framvegis vera undirorpinn m.a. úrvinnslugjaldi ásamt því að einstaka breytingar verða gerðar varðandi stjórnsýslu, þ.m.t. eftirliti, þessarar starfsemi. 

Í ljósi þess að um er ræða verulegar breytingar frá núverandi framkvæmd  hélt Úrvinnslusjóður  í samvinnu við Félag atvinnurekanda, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu kynningarfund mánudaginn 12. janúar 2015.  Hér má sjá fyrirlestur Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs.