Leiðbeiningar

Leiðbeiningar vegna skilagreina

Skilagreinar vegna plastumbúða

Birgðahald plastumbúða er sameiginlegt, það einfaldar flokkun og ráðstöfun plastumbúða. Í leiðbeiningum er að finna upplýsingar um hvernig skal skrá plastumbúðir í skilagreinar og halda utan um birgðir.

Leiðbeiningar eru í vinnslu 

Skilgreinar vegna kælitækja og skjáa

Kælitæki og skjáir eru þess eðlis að ástæða er til að halda utan um mismunandi afbrigði þeirra. Við flokkun skiptast tækin eftir eðli meðhöndlunar og fara þá viðeigandi leið. Í þessum flokkum raftækja eru tvö vörunúmer og sérstakar leiðbeiningar um skráningu í skilagreinar.

Leiðbeiningar um skilagreinar vegna kælitækja

Leiðbeiningar um skilagreinar vegna skjáa

Framsal milli þjónustuaðila

Þegar þjónustuaðilar eiga viðskipti sín á milli með úrvinnslugjaldsskylt efni er það gert með framsali. Þar gerir upphaflegi söfnunaraðilinn grein fyrir söfnun frá úrgangshöfum og kemur því fyrir hjá þeim sem ráðstafar efninu endanlega. 

Leiðbeiningar um framsal

Tilfærslur endurvinnsluefnis milli vöruflokka

Vigtartölur geta innifalið fleiri en einn flokk og því nauðsynlegt að færa magn á milli flokka. Dæmi um slíkt er þegar plastumbúðum er safnað með pappaumbúðum í sama gámi.

Leiðbeiningar um tilfærslu milli vöruflokka

Tengiliður vegna skilagreina: 
Íris Gunnarsdóttir
Netfang: iris@urvinnslusjodur.is  
sími: 517-4706