Lendingarsíða

Alþjóðlegt átak um endurvinnslu

Spila myndband

Nýtum betur og njótum betur

Myndband um ofnotkun raftækja og umhverfisáhrif vegna þess. Hvetjum til þess að fólk noti betur þau tæki sem það á, láni, leigi og fái lánað.


átak um endurvinnslu raftækja

Laugardagurinn 13. október 2018  verður fyrsti alþjóðlegi átaksdagurinn um endurvinnslu raftækja

Átakið er sett af stað að frumkvæði WEEE Forum og verður haldið í 20 löndum og af um 40 aðilum. Tilgangur átaksins er vekja athygli á endurvinnslu raftækjaúrgangs og hvetja neytendur til að skila raftækjum og auka árangur í endurvinnslu þann dag og til framtíðar. Viðburðurinn verður haldinn árlega um allan heim; International E-Waste Day.

WEEE forum eru alþjóðleg samtök aðila sem fara með framleiðendaábyrgð vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Úrvinnslusjóður er í samtökunum og nýtur góðs af þeirri miklu þekkingu sem þar er.

Það er talið að um 50 milljón tonn (50.000.000.000 kg) af raftækjaúrgangi falli til á heimsvísu á árinu 2018. Einungis 20% af raftækjaúrgangi í heiminum er endurunnið sem þýðir að 40 milljónir tonna fara annað hvort í urðun, brennslu eða eru meðhöndluð á óásættanlegan hátt. Þó eru 66% af íbúum heimsins með löggjöf um raftækjaúrgang. 

Upplýsingar um magntölur á Íslandi

  • 44 kg/íbúaSett á markað 2017

  •  
  • 14 kg/íbúaRáðstafað 2017

Það er gríðarlegt tap verðmætra og sjaldgæfra efna sem falla úr hringrásinni þegar ekki er staðið rétt að meðhöndlun og endurvinnslu raftækja. Auk þess eru ýmis hættuleg efni í raftækjum sem þarf að meðhöndla og farga á réttan hátt. Sífellt er verið að herða kröfur um að endurvinnsla tækjanna verði sérhæfðari til að ná betur til baka málmum og sjaldgæfum jarðarefnum sem eru ýmist til í litlu magni eða mjög erfitt að vinna þau úr jörðu.

Neytendur gegna lykilhlutverki varðandi endurvinnslu raftækja og það eru miklar væntingar um að þetta átak geti haft áhrif á venjur þeirra varðandi skil á raftækjum sem þeir eru hættir að nota. Til dæmis eru á hverju heimili í Belgíu að meðaltali 79 raf- og rafeindatæki og þar að auki 47 perur. Ónotuð raftæki á heimilum eru í raun hráefnanáma (urban mine) sem mikilvægt er að nýta.

Á Íslandi eru þátttakendur í átaki ársins 2018 Umhverfisstofnun, Efnamóttakan Efnarás og Íslenska gámafélagið sem eru þjónustuaðilar Úrvinnslusjóðs, Heimilistæki, SORPA, Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög 

Nýtum betur og njótum